Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. janúar. 2007 05:52

Bridshátíð Vesturlands - eitt fjölmennasta bridsmót landsins

Um liðna helgi hélt Bridgesamband Vesturlands, með fulltyngi Sparisjóðs Mýrasýslu og Hótel Borgarness, Bridshátíð Vesturlands. Mótið hefur unnið sér sess í hugum bridsáhugamanna hvaðanæfa af landinu og er eitt fjölsóttasta mót hvers árs. Vestlendingar stóðu sig vel á laugardag í sveitakeppninni þar sem 24 sveitir voru mættar til leiks, þar af voru 7 skipaðar heimamönnum að öllu eða nokkru leyti. Sveit Sparisjóðs Skagafjarðar sem leiddi mótið fyrir síðustu umferð, með sparisjóðsstjórann Kristján B. Snorrason í stafni og A-sveit Netskólans með skólastjórann Þorvald Pálmason við stjórnvölinn, voru allan tímann í toppbaráttu en hlutskipti þeirra varð að berjast innbyrðis í síðustu umferð þar sem Netskólamenn höfðu betur 16-14 en við það skutust tvær sveitir að sunnan upp fyrir Kristján og Co en lokastaðan varð eftirfarandi:

 

1. Spagazza (Akureyri/Reykjavík)         148

2. Undirföt.is (Reykjavík)                      146

3. Sparisjóður Skagafjarðar (Borgarnes)141

4. A-sveit Netskólans (Borgarfjörður)     138

 

Slakara gengi heimamanna í tvímenningnum

 

Á sunnudag mættu 48 pör í tvímenning en þar áttu heimamennn heldur á brattann að sækja. Eina parið af fjórtán úr héraði sem eitthvað kvað að voru þeir Sveinbjörn Eyjólfsson og Lárus Pétursson sem enduðu í 11. sæti án þess þó að blanda sér nokkurn tímann almennilega í toppbaráttuna. Röð efstu para varð annars þessi:

 

1. Vilhjálmur Sigurðsson JR - Karl Grétar Karlsson       680

2. Skúli Skúlason - Stefán Stefánsson                         653

3. Gunnar Björn Helgason - Sigfinnur Snorrason          649

4. Páll Þórsson - Stefán Jónsson                                 646

5. Páll Valdimarsson - Ragnar S. Magnússon                622

 

Þrátt fyrir heldur rýra eftirtekju heimamanna er ekki hægt annað en að minnast á þá staðreynd að í Borgarfirði er bridslíf í miklum blóma um þessar mundir og hvergi á landinu er nýliðun í íþróttinni jafnmikil og þar. Í tvímenningnum voru þau Lára Lárusdóttir og Fjölnir Jónsson yngst þátttakenda, bæði bráðefnileg og áhugasöm um spilið en í sveitakeppninni vakti sérstaka athygli vösk sveit Þorsteins Péturssonar sem var aldursforseti mótsins og líklega eldri en sveitarfélagar hans þrír til samans.

 

Á myndinni eru þau Lára Lárusdóttir og Fjölnir Jónsson úr Borgarfirði, langyngstu keppendur mótsins, að spila við sér eldri “dömur” úr Reykjavík. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is