Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. janúar. 2007 09:00

Fjallskilamál til endurskoðunar í Borgarbyggð

Í sveitarfélagi sem saman stendur af dreifbýli og þéttbýli þarf að hyggja að ýmsu sem þéttbýlissveitarfélög þurfa ekki að glíma við. Meðal þeirra málaflokka eru fjallskil og fjallskilamál. Í núverandi Borgarbyggð komu saman fjögur sveitarfélög sem öll höfðu hvert sína fjallskilasamþykktina. Borgarfjarðarsveit hafði endurskoðað sínar fjallskilasamþykktir nýlega en í Mýrasýslu er samþykktin síðan 1992.  Að sögn Sigurjóns Jóhannssonar, dreifbýlisfulltrúa er brýnt í ljósi breyttra aðstæðna í sveitum og héraðsnefndum að endurskoða samþykktirnar. „Nú er talað um að leggja héraðsnefndir niður sem höfðu fjallskil og afréttamál á sinni könnu og víða er vitnað í þær í þeim samþykktum sem í gildi eru, svo þau mál þarf að skoða. Eins þarf að skerpa á skyldum landeigenda í tengslum við smölun á heimalandi og þess háttar með hliðsjón af lagabókstafnum.

 

Fleiri lög eru í gildi í sambandi við ágangsfé og nauðsynlegt að setja reglugerðir með hliðsjón af lögunum um öll þessi mál.”

 

Sigurjón segir að nokkuð sé tekið á því hvað á að gera við fé sem leitar niður af afrétti, en minna í þeim tilvikum þar sem skepnur leita úr heimalandi í annað heimaland. “Auk þess þarf að skoða hvað gera skal í þeim aðstæðum þar sem of margar skepnur lifa á landi sem alls ekki ber slíkan fjölda. Þær leita auðvitað annarra leiða til að fá fylli og flæða því um allt.”

 

Sigurjón sagði enn fremur að sveitarfélagið þyrfti að gera sér gjaldskrá fyrir þau verk, þessu tengd, sem unnin eru á þess vegum. Slík gjaldskrá tekur ekki gildi eins og skot. Sveitarfélagið gerir tillögu til landbúnaðarráðuneytis sem verður að samþykkja, áður en hægt verður að brúka hana. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is