Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. janúar. 2007 09:48

Kjörnefnd gerir tillögu um Kristin

Kjörnefnd Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi mun ljúka störfum um helgina og um aðra helgi hefur verið boðað til kjördæmisþings að Reykjum í Hrútafirði þar sem borin verður upp tillaga nefndarinnar að framboðslista flokksins í kjördæminu við Alþingiskosningarnar í vor. Eins og kunnugt er fór fram póstkosning meðal flokksmanna fyrr í vetur um skipan fimm efstu sæta á lista flokksins. Fimm efstu sætin hlutu Magnús Stefánsson, Herdís Sæmundardóttir, Kristinn H. Gunnarsson, Valdimar Sigurjónsson og Inga Ósk Jónsdóttir.

 

Sveinbjörn Eyjólfsson, formaður kjörnefndar segir nefndina koma saman til fundar um helgina og þar sé stefnt að því að ganga frá tillögu kjörnefndar um skipan listans. Sveinbjörn segir kjörnefndina vinna eftir úrslitum póstkosningarinnar um skipan fimm efstu sætanna. Þær breytingar hafa þó orðið að Inga Ósk Jónsdóttir gat ekki þegið sæti á listanum vegna breytinga sem orðið hafa á hennar högum.

 

Miklar vangaveltur hafa verið um hvort Kristinn H. Gunnarsson taki þriðja sætið á listanum. Sveinbjörn segir kjörnefnd hafa verið í sambandi við alla þá sem hlutu fimm efstu sætin og engar athugasemdir hafi verið gerðar um að tillaga kjörnefndar verði eins og úrslit póstkosningarinnar segja til um. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is