Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. janúar. 2007 07:15

Fasteignaskattar hækka um 12,5% á Akranesi

Í samantekt verðlagseftirlits ASÍ, um breytingar á álagningu og gjaldskrám 15 fjölmennustu sveitarfélaga landsins, kemur fram að fasteignaskattar í fjölbýli og sérbýli á Akranesi hækkar á þessu ári um 12,5%. Mest er hækkunin í þessum sveitarfélögum 17,7% í Sveitarfélaginu Skagafirði en mest lækkar skattheimtan um 12% á Seltjarnarnesi. Hækkunin á Akranesi er tilkomin vegna 10% hækkun fasteignamats og þá hækkar álagningarstuðull fasteignaskatts um 2,5%.  Þá er einnig samanburður annarra gjalda í samantekt ASÍ. Holræsagjöld hækka um 10% á Akranesi vegna hækkunar fasteignamatsins og svo er um flest önnur sveitarfélög í samanburðinum önnur en Ísafjarðarbæ þar sem gjöldin hækka um 30%. Sorphirðugjöld hækka um 8% á Akranesi og aðeins í þremur sveitarfélögum hækka gjöldin minna.

 

Mest er hækkunin í Ísafjarðarbæ þar sem gjöldin hækka um 45%. Á Akranesi greiða fasteignaeigendur 13.500 krónur á ári í sorphirðugjöld. Í níu sveitarfélögum eru gjöldin lægri og lægst eru þau 10.000 krónur á Seltjarnarnesi og í Skagafirði. Hæst eru þau í Ísafjarðarbæ 29.000 krónur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is