Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. janúar. 2007 10:21

Meirihluti bæjarstjórnar Akraness klofnar

Meirihluti bæjarstjórnar Akraness klofnaði sl. þriðjudag þegar til afgreiðslu kom ákvörðun bæjarráðs um að veita vínveitingaleyfi í íþróttahúsinu á Vesturgötu á nýársnótt. Meirihluti meirihlutans felldi afgreiðslu bæjarráðs. Bæjarfulltrúar minnihlutans sátu hins vegar hjá. Forsaga málsins er sú að í nóvember óskaði stuðningsmannafélag ÍA-Skagamörkin eftir leyfi til þess að halda dansleik á nýársnótt í íþróttahúsinu á Vesturgötu. Bæjarráð tók jákvætt í erindið sem telst ígildi samþykkis.

 

Þegar fundargerð bæjarráðs kom til afgreiðslu bæjarstjórnar þann 28. nóvember var gjörð bæjarráðs samþykkt með níu samhljóða atkvæðum enda ver einungis um skemmtanaleyfi að ræða. Á fundi bæjarráðs þann 22. desember kom til umfjöllunar ósk stuðningsmannafélagsins um áfengisleyfi vegna dansleikjahalds á nýársnótt. Bæjarráð samþykkti beiðnina með tveimur atkvæðum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar og Gunnars Sigurðssonar gegn atkvæði Sveins Kristinssonar. Færði Sveinn til bókar að hann teldi ekki eðlilegt að veita áfengisleyfi til almenns skemmtanahalds í íþróttahúsum bæjarins.

 

Dansleikurinn var síðan haldinn á nýársnótt og var áfengi selt þar. Á fundi bæjarstjórnar í gær kom fundargerð bæjarstjórnar síðan til afgreiðslu. Þrír bæjarfulltrúar meirihlutans þau Eydís Aðalbjörnsdóttir, Sæmundur Víglundsson og Þórður Þ. Þórðarson lýstu yfir andstöðu sinni við ákvörðun bæjarráðs. Kom fram í máli þeirra að þau töldu að upphafleg ákvörðun hefði verið sú að veita einungis leyfi til almenns dansleikjahalds. Í máli þeirra og annarra bæjarfulltrúa kom fram að reglur bæjarins hvað þetta varðar væru afar skýrar það er að leyfa ekki áfengisveitingar í skólum og íþróttamannvirkjum bæjarins.

Þegar til atkvæðagreiðslu kom greiddu einungis Gunnar Sigurðsson forseti bæjarstjórnar og Magnús Þór Hafsteinsson ákvörðun bæjarráðs atkvæði. Eydís, Sæmundur og Þórður greiddu atkvæði gegn og fjórir bæjarfulltrúar minnihlutans sátu hjá. Meirihluti meirihlutans hafði því hafnað ákvörðun bæjarráðs.

Magnús Þór Hafsteinsson, sem gegndi stöðu formanns bæjarráðs á umræddum fundi í forföllum Karenar Jónsdóttur, segist ekki líta á ákvörðun bæjarstjórnar sem vantraust á fulltrúa meirihlutans í bæjarráði. Þarna hafi bæjarráð tekið ákvörðun um að styðja þá tilraun að beina umferð ungs fólks í ákveðna átt á nýársnótt. Aðstaða vanti til þess að halda stærri skemmtanir í bæjarfélaginu og því leiti félög eftir því að halda dansleiki í íþróttahúsum bæjarins. Undantekningar hafi nokkrum sinnum verið veittar frá reglum bæjarins hvað skemmtanahald varðar eins og gert var í þetta sinn. Magnús segir þetta mál engin áhrif hafa á samstarf innan meirihlutans í framtíðinni. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is