Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. janúar. 2007 12:13

Bláskeljanytjar – vannýtt auðlind við Ísland

Tilraunir með bláskeljarækt hafa verið stundaðar umhverfis landið með þar til gerðum ræktunarbúnaði undanfarin 6 ár. Á Vesturlandi eru starfandi ræktunarstöðvar m.a í Hvalfirði, Breiðafirði og í Reykjafirði. Með þróunarvinnu íslenskra frumkvöðla í samstarfi við kræklingaverkefnið sem haldið var úti af Veiðimálastofnun til ársloka 2006, hefur safnast mikil þekking á skelrækt á síðustu árum. Ræktunarfyrirtæki, vinnslur og dreifingaraðilar austan hafs og vestan, hafa verið heimsóttir í leit að bestu fyrirmyndum jafnframt því sem mismunandi búnaður og aðferðir hafa verið prófaðar við íslenskar aðstæður.

 

SKELRÆKT, samtök skelræktenda standa fyrir ráðstefnu um bláskeljarækt á morgun, 12. janúar á Hótel KEA á Akureyri. Hefst dagskrá kl 9.30 með ávarpi sjávarútvegsráðherra. Sérfræðingar frá Kanada, Grænlandi, Skotlandi, Portúgal, Spáni, Danmörku og Þýskalandi taka þátt í ráðstefnunni. Erlendu gestirnir eru vísindamenn sem hafa tekið þátt í að meta ræktunaraðstæður og þróa eftirlits- og stoðkerfi fyrir skelrækt. Í hópnum eru einnig forsvarsmenn fyrirtækja sem þróa og framleiða búnað fyrir skelrækt. Þeir munu einnig munu kynna þá aðferðafræði sem stuðst var við í Kanada við uppbyggingu skelræktar og þá möguleika sem þessi atvinnugrein hefur hér á landi. Ráðstefnan SKELRÆKT 2007 er kærkomið tækifæri til að kynna sér möguleika greinarinnar. Nánari upplýsingar og skráning á www.skelraekt.is

 

Í Skessuhorni í þessari viku fjallar Björn Theodórsson um bláskeljarækt hér við land og er áhugasömum bent á umfjöllun hans í blaðinu.

 

 

Á myndinni er ársgömul skel á safnara. Myndin er frá Reykjafirði á Vestfjörðum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is