Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. janúar. 2007 06:00

Stórfelldur fiskdauði í Grundarfirði

Allur eldisþorskur í fjórum eldiskvíum Guðmundar Runólfssonar hf. í Grundarfirði , eða um 20 tonn, er dauður. Þetta upplýstist í vikunni. Einnig hafa snurvoðarbátar verið að koma að landi með dauðan fisk sem veiðst hefur í firðinum. Þá hefur borið á dauðri síld sem rekið hefur á land. Heimamenn í Grundarfirði hafa í dag reynt að komast að ástæðum þessa og á morgun er von á sérfræðingum frá Hafrannsóknarstofnun m.a. með neðansjávarmyndavél til að freista þess komast að ástæðum þessa stórfellda fiskdauða. Runólfur Guðmundsson, hjá G Runólfssyni hf. segir að líkja megi ástandinu við hamfarir. Eftir honum er haft að um margra tugmilljóna tjón sé að ræða fyrir fyrirtækið og af þessum sökum sé nú óvíst hvort áframhald verði á tilraunum með þorskeldi í firðinum, en þær hafa staðið yfir í nokkur ár. Geysimiklum fjármunum hefur verið varið í tilraunirnar og bundu menn miklar væntingar til eldisins, sem nú eru líklega að engu orðnar.

 

Líklegustu ástæðu fiskdauðans telja menn vera ónóga súrefnismettun og geta sér til að mikið magn síldar sem inn á firðinum hefur verið orsaki dauðann. Svipað hafi t.d. gerst á innfjörðum í Noregi og þar sé ástæðan talin síldargengd í fjörðunum.

 

Skessuhorn.is mun greina nánar frá fiskadauðanum í Grundarfirði á morgun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is