Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. janúar. 2007 10:08

Nýr slökkvibíll keyptur til Snæfellsbæjar

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og Benedikt Einar Gunnarsson, frá Ólafi Gíslasyni & Co undirrituðu samning um kaup á nýrri slökkviliðsbifreið til Snæfellsbæjar í gær. Við þetta tilefni sagði Kristinn að bíllinn yrði hrein viðbót við tækjakost slökkviliðsins en fyrir eru tvær eldri bífreiðar. “Þessi kaup eru ætluð til að styrkja öryggi íbúa og þá sérstaklega fyrir íbúa sem búa í sunnanverðu sveitarfélaginu þar sem bíllinn kemst hratt yfir.” Þá sagði Kristinn stór fyrirtæki vera í sveitarfélaginu og unnið væri að byggingu fleiri fyrirtækja og því væri sérstök ástæða til að efla búnað slökkviliðsins. Nýja slökkviliðsbifreiðin verður af gerðinni Scanina 4x4 og verður um öflugan bíl að ræða, m.a. með 420 hestafla vél og hámarkshraða um 125 km á klst. Bíllinn verður afhentur að ári.

 

Nánar verður greint frá kaupunum í Skessuhorni í næstu viku.

 

Myndin er frá undirskrift samnings um nýja bílinn. Frá vinstri: Benedikt Einar Gunnarsson og Kristinn Jónasson skrifa undir samninginn. Fyrir aftan þá er Sigurður Sveinn Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri og Svanur Tómasson slökkviliðsstjóri í Snæfellsbæ.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is