Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. janúar. 2007 02:44

Krossey farin að kasta fyrir síldina

Síldveiðiskipið Krossey SF-20 er nú skammt frá landi í Grundarfirði að kasta nót fyrir síldina sem þar er talin vera í miklu magni. Miðað við upplýsingar frá fólki úr landi fékk skipið eitthvað af síld í fyrsta kastinu. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni er mikið magn síldar á svæðinu talið hafa valdið dauða alls eldisþorks í kvíum G Runólfssonar hf.  Meðal hugsanlegra skýringa sem nefndar hafa verið er brennisteinsmengun og súrefnisskortur sem stafar af því að gríðarlegt magn af síld hefur verið á firðinum síðustu mánuði og jafnvel meiri síld en þar hefur veirð undanfarin 60-70 ár. 

 

Telja fiskifræðingar að ástæðan fyrir því að Grundarfjörður sé núna fullur af síld sé sú að síldin hafi verið að færa sig til með vetursetu og í stað þess að vera við Austurland sé hún að færa sig vestur fyrir land í kyrran fjörð; kaldari og seltuminni, eins og Grundarfjörð.

 

Meðfylgjandi mynd tók Sverrir Karlsson í Grundarfirði fyrr í dag af Krosseynni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is