Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. janúar. 2007 04:19

Dalakjör selt Samkaupum og gert að Samkaupum - Strax

Samkaup hefur keypt rekstur og húsnæði verlunarinnar Dalakjörs í Búðardal, einu matvöruverslunarinnar í Búðardal. Gunnar Björnsson og eiginkona hans Erla Sigurðardóttir hafa rekið verslun í Búðardal síðustu tíu ár en hafa nú ákveðið að selja. Að sögn Sturlu Eðvarðssonar framkvæmdastjóra Samkaupa hefur verið ákveðið að verslunarformið í Dölum verði Samkaup - Strax. „Þetta er minni gerð verslana sem við rekum í dreifbýli sem þó þarf ekki samt að þýða að vöruúrval sé minna. Við aðlögum okkur eftir markaðnum á hverjum stað og það sama mun gilda um Dalina. Vöruúrvalið verður ekkert langt frá því sem Gunnar hefur verið með, þó ljóst sé að við komum ekki til með að hafa eins mikið af sérvöru og hann. Við gætum hins vegar alveg hugsað okkur að fara í samstarf við einkaaðila sem hefði áhuga á því að reka sérvöruverslun.

 

Hvað opnunartímann varðar hafa engar ákvarðanir verið teknar í tengslum við þessa verslun. Opnunartímar eru breytilegir í búðum okkar um allt land, eftir því hvað hentar á hverjum stað. Við látum reynsluna skera úr um það í Dölum, sem annarstaðar,” segir Sturla Eðvarðsson í samtali við Skessuhorn.

 

Nánar verður fjallað um söluna og fyrirætlanir Samkaupa í Skessuhorni í næstu viku. Einnig verður rætt ítarlega við Gunnar Björnsson, fráfarandi kaupmann.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is