Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. janúar. 2007 07:52

Góðar atvinnuhorfur á og í nágrenni Akraness

Á vef Verkalýðsfélags Akranes fjallaði Vilhjálmur Birgisson, formaður félagsins í vikunni um atvinnuhorfur og fjölda lausra starfa hjá nokkrum fyrirtækjum á og í nágrenni Akraness. Þar tínir hann til þau lausu störf sem vitað er að fyrirtæki á svæðinu þurfa að ráða mannskap í. “Óhætt er að segja að það sé bjart yfir atvinnuhorfum hjá okkur Skagamönnum á næstu misserum.  Mér reiknast til að það séu að skapast allt að 100 ný störf bæði hér á Akranesi og störf tengd stóriðjunni á Grundartangasvæðinu,” segir Vilhjálmur.

 

Hann segir að í desember sl. hafi Norðurál byrjað að ráða starfsmenn vegna lokaáfanga stækkunarinnar, en í þeim áfanga þurfti fyrirtækið að ráða á milli 50 og 60 nýja starfsmenn. Í dag á Norðurál eftir að ráða í kringum 30 þeirra og munu þær ráðningar fara fram í janúar og febrúar.  Þegar stækkuninni er lokið er áætlað að starfsmenn Norðuráls verði í kringum 430.

Síðar í pistli sínum nefnir Vilhjálmur að Íslenska járnblendifélagið áætli að fjölga starfsmönnum um 35 vegna framleiðslu á sérefni sem nefnist FSM. Áætlað er að sú framleiðsla hefjist í febrúar 2008. 

 

“Einnig hafa forsvarsmenn HB Granda gefið það út að þeir hafi í hyggju að hefja beinabræðslu hér á Akranesi í það minnsta tímabundið, en sú starfsemi hefur verið í Reykjavík undanfarin ár. Við þessa tilfærslu munu einhver ný störf skapast í verksmiðjunni að nýju.”

 

Þá getur Vilhjálmur nýlegra fregna um fyrirhugaða aukningu sementsframleiðslu SV um allt að 50% sem þýðir að 6 ný störf munu skapast. Auk þess hafi ýmis fyrirtæki auglýst störf, svo sem Gámaþjónustan, Trésmiðjan Akur og fleiri. Eins og áður segir áætlar Vilhjálmur Birgisson að gera megi ráð fyrir allt að 100 nýjum störfum á svæðinu á næstu misserum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is