Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. janúar. 2007 08:15

Erlendu leikmennirnir unnu stjörnuleik KKÍ

Erlendu leikmennirnir unnu 22 stiga sigur á þeim íslensku, 142-120, í Stjörnuleik Körfuknattleikssambandsins, sem fram fór síðdegis í dag í DHL Höllinni.  Þórsarinn Kevin Sowell var valinn maður leiksins en hann skoraði 27 stig fyrir erlenda liðið. Magnús Þór Gunnarsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 21 stig. Skallagrímsmaðurinn Axel Kárason vann þriggja stiga keppnina sem fór fram samhliða leiknum. Kevin Sowell skoraði 27 stig fyrir erlenda liðið, Lamar Karim var með 18 stig og Nemanja Sovic hjá Fjölni var með 15 stig fyrir erlenda liðið. Hjá íslenska liðinu skoraði Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson mest eða 21 stig, Hreggviður Magnússon úr ÍR var með 19 stig og Pétur Már Sigurðsson úr Skallagrími skoraði 18 stig.

 

Kevin Sowell var í miklu stuði í DHL-höllinni í dag, sýndi frábær tilþrif og magnaðar troðslur, bæði í leiknum sem og í sérstarki troðslusýningu í hálfleik. Sowell sýndi þá ásamt Lamar Karim hjá Tindastól, Isamail Muhammad hjá Keflavík og Ágústi Dearborn hjá Þór úr Þorlákshöfn, hvernig menn fara af því að troða boltanum á sem glæsilegastan hátt í körfuna.

Axel Kárason vann þriggja stiga keppnina en hann fékk mestu samkeppnina frá félaga sínum í Skallagrímsliðinu, Dimitar Karadzovski.

Sjá nánar: www.kki.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is