Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. janúar. 2007 01:23

Vestlensk hrossarækt í mikilli framför

Hrossaræktarsamband Vesturlands gekkst fyrir glæsilegri folalda- og trippasýningu á Mið-Fossum í Borgarfirði í gær. Mikill áhugi var fyrir sýningunni bæði meðal ræktenda og ekki síður almennings, sem þrátt fyrir erfiða færð, troðfylltu áhorfendabekki í höllinni. Hátt í 70 efnileg ungviði fædd árin 2005 og 2006 voru sýnd. Ekki geta menn kosið sér betri aðstöðu til sýningarhalds af þessum toga en nú er risin á Mið Fossum, en þetta er í fyrsta skipti sem sambærileg sýning fer fram þar. Um helmingi fleiri ungviði voru sýnd nú en á sambærilegum sýningum undanfarin ár.  Af einstökum ræktendum komu flestir gripirnir frá Skáney, eða 13 talsins en af einstökum stóðhestum átti Kolfinnur frá Kjarnholtum flest afkvæmi á sýningunni.

 

Mikil breidd var í sýningunni; afkæmi t.d. frá mörgum ræktunarbúum undan miklum fjölda stóðhesta. Það var samdóma álit þeirra áhorfenda sem blaðamaður ræddi við að menn þyrftu ekki að kvíða framtíð hrossaræktar á Vesturlandi miðað við gæði sýningarinnar og þeirrar breiddar sem nú er í ræktun framtíðarhrossa í landshlutanum.

 

Áhorfendur á sýningunni völdu hinn veturgamla Snarp frá Eyri glæsilegasta sýningargripinn, en hann er undan Aðli frá Nýja Bæ og Speki frá Hafrafellstungu. Snarpur er jarpur og sá fremri á meðfylgjandi mynd ásamt Þyt frá Skáney sem lenti í öðru sæti veturgamalla hesta á sýningunni.

 

Önnur úrslit á sýningunni, umfjöllun ásamt myndum verða í Skessuhorni sem kemur út nk. miðvikudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is