Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. janúar. 2007 07:55

Hertar aldursreglur á staðarpöbb Hvanneyringa

Forsvarsmenn Pöbbsins á Hvanneyri hafa ákveðið að herða reglur um aðgengi fólks að veitingastaðnum. Frá og með næsta fimmtudegi verður einvörðungu hleypt inn þeim sem eru orðnir 20 ára, óháð því hvort yngra fólk sé í fylgd með fullorðnum eða ekki. “Vegna nokkurra vandamála sem upp hafa komið síðustu helgar utan við og inn á Pöbbnum á Hvanneyri, hefur verið ákveðið að hækka aldurstakmark á Pöbbnum upp í 20 ár, en ákvörðun um aldurstakmark á veitingastöðum hérlendis er algerlega á ábyrgð rekstraraðila hvers veitingastaðar,” segir í tilkynningu frá Snorra Sigurðssyni eiganda veitingastaðarins.

 

Fram til þessa hefur aldurstakmark á veitingastaðnum verið 18 ár, en eins og gefur að skilja er þó einstaklingum undir tvítugu óheimil kaup á víni á barnum. Þessu hefur verið fylgt fast eftir á Pöbbnum en neysla áfengis hjá fólki undir lögaldri hefur því mikið til farið fram utan dyra. Vegna kulda og vosbúðar úti hefur fólk “sturtað” í sig á skömmum tíma og komið svo aftur inn í hlýjuna þar sem svifið hefur á menn með ógnarhraða. “Oftar en ekki hefur fólkið orðið heldur ölvað vegna þessarar neysluhegðunar. Þetta hefur kallað á ólæti innan- sem utandyra, nokkra pústra og mikinn sóðaskap af völdum vínumbúða á víð og dreif um hlaðið og því hefur þessi ákvörðun nú verið tekin með það að markmiði að auka líkurnar á jákvæðari hegðun fólks sem er að skemmta sér og um leið að minnka líkurnar á því að ónæði berist frá gestum veitingastaðarins til íbúa í nágrenninu,” segir Snorri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is