Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. janúar. 2007 03:45

Höldum eldinu áfram nema það verði talið óráðlegt

-segir Runólfur Guðmundsson í Grundarfirði

 

Eins og fram kom í fréttum í síðustu viku drapst allur þorskur í eldiskvíum Guðmundar Runólfssonar hf. í Grundarfirði, samtals um 20 tonn. Sérfræðingar frá Hafrannsóknarstofnun fóru á staðinn sl. föstudag m.a. með neðansjávarmyndavél til að freista þess að komast að orsökinni. Vegna veðurs gengu þær aðgerðir illa á föstudag en þó upplýstist að súrefnismagn í vatninu hafi verið í lægri kantinum - en þó í lagi. Mælingum var haldið áfram í dag. Þegar Skessuhorn heyrði í Runólfi Guðmundssyni, sem stýrt hefur þorskeldinu á vegum G Runólfssonar hf. unnu menn við að taka súrefnissýni og sýni af þörungum í botni fjarðarins nú síðdegis.

 

Runólfur segir að eldisfisksdauðinn hafi verið mikill áfall fyrir fyrirtækið enda um margra tugmilljóna tjón sé að ræða. Aðspurður um hvort eldinu verði hætt í kjölfar þessa áfalls, neitar Runólfur því og segir að svo fremi sem rannsóknir sýni ekki fram á að glapræði sé halda því áfram, þá muni þeir ekki láta staðar numið við þorskeldi í Grundarfirði. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is