Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. janúar. 2007 06:02

Ágúst Einarsson tekur við stöðu rektors á Bifröst

Dr. Ágúst Einarsson tók í dag formlega við stöðu rektors Háskólans á Bifröst að viðstöddu margmenni úr háskólaþorpinu og nýskipaðri stjórn skólans.  Í ræðu sinni sagði Ágúst meðal annars að skólastarf á Bifröst ætti sér langa hefð og ríka sögu og á henni yrði byggt til framtíðar. Skólinn myndi áfram rækja þá skyldu sína að mennta góða stjórnendur fyrir atvinnulíf og samfélag. Hann lagði áherslu á að Bifröst yrði fremstur háskóla hérlendis á þeim sviðum sem skólinn einbeitir sér að svo og að á Bifröst ætti jafnan að vera eftirsótt að læra og starfa.

 

Til nemenda beindi Ágúst þeim orðum að þeir legðu sig alla fram í námi sínu og gerðu það mesta úr háskólaárunum sem líða myndu fljótt. Það væri ósk hans og von að nemendur væru stoltir af skólanum sínum og stoltir af því að hafa útskrifast frá Bifröst.

 

Ágúst stundaði nám í rekstrarhagfræði við Háskólann í Hamborg og Kiel í Þýskalandi og varði doktorsritgerð sína við Háskólann í Hamborg árið 1978. Hann hefur starfað sem prófessor við Háskóla Íslands frá árinu 1990 og hefur víðtæka reynslu af stjórnun í atvinnulífinu sem og stjórnmálum og sat meðal annars á Alþingi á árunum 1978-79 og aftur 1995-99. Hann hefur setið í stjórn fjölda íslenskra fyrirtækja og tekið að sér formennsku og trúnaðarstörf ýmissa félaga. Þá hefur Ágúst ritað bækur og fjölmargar greinar um efnahagsmál, hagfræði, stjórnmál og sjávarútvegsmál sem birst hafa í innlendum og erlendum bókum, blöðum og tímaritum.

 

Ágúst Einarsson er fæddur í Reykjavík árið 1952, sonur hjónanna Einars Sigurðssonar útgerðarmanns frá Vestmannaeyjum og Svövu Ágústsdóttur. Hann er kvæntur Kolbrúnu Ingólfsdóttur lífeinda- og sagnfræðingi og eiga þau þrjá syni.

 

Í Skessuhorni í næstu viku (24. janúar) verður rætt við Ágúst.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is