Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. janúar. 2007 05:05

Kolbeinsstaðahreppur kominn í Mýrasýslu

Með reglugerð sem samþykkt var nú rétt eftir áramótin, er Kolbeinsstaðahreppur formlega kominn í Mýrasýslu.  Byggðaráð Borgarbyggðar fól sveitarstjóra á sínum tíma að óska eftir því við dómsmálaráðuneytið að Kolbeinsstaðahreppur færðist undir umdæmi Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Hreppurinn var einn þeirra fjögurra sveitarfélaga er í vor sameinuðust í nýtt sveitarfélag sem nú heitir Borgarbyggð og tilheyra hin sveitarfélögin Mýra- og Borgarfjarðarsýslu.

Að sögn Stefáns Skarphéðinssonar, sýslumanns í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu er ekki alveg nýtt að hreppurinn tilheyri umdæmi sýslumanns Mýrasýslu. Í gegnum tíðina hefur þetta verið á hreyfingu. Stundum voru Hnappadals- og Mýrasýsla saman í einu embætti og stundum ekki.

 

Í manntal frá byrjun 19. aldar er Kolbeinsstaðahreppur talin með Mýrasýslu svo nú, nærri tveimur öldum síðar, eru þeir komnir á sama stað.

 

Á myndinni er Eldborgarhraun og Eldborg í Mýrasýslu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is