Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. janúar. 2007 08:14

Brautargengisnámskeið á Akranesi um stofnun og rekstur fyrirtækja

Impra nýsköpunarmiðstöð gengst nú í áttunda sinn fyrir svokölluðum Brautargengisnámskeiðum á landsbyggðinni. Á vormisseri 2007 er áætlað að halda námskeiðið á þremur stöðum á landinu, meðal annars á Akranesi. Námskeiðin eru skipulögð í samvinnu við sveitarfélög og fleiri aðila á hverjum stað og í þessu tilfelli er það atvinnumálanefnd Akraneskaupstaðar sem hefur frumkvæði að námskeiðahaldinu, í samstarfi við Impru. Alls hafa á sjötta hundrað konur víðs vegar um land lokið Brautargengisnámskeiði frá upphafi.

Brautargengi er 75 kennslustunda námskeið um stofnun og rekstur fyrirtækja. Meðal markmiða námskeiðsins eru að nemendur öðlist hagnýta þekkingu á þáttum er lúta að stofnun og rekstri fyrirtækja, markaðsmálum, fjármálum og stjórnun. Einnig öðlast nemendur tengsl við atvinnulífið í gegnum fyrirlesara, leiðbeinendur og aðra þátttakendur.

 

Lögð er áhersla á að kennarar hafi reynslu og þekkingu af atvinnulífinu og miðli hagnýtri þekkingu til nemenda.  Þátttakendur fá einnig handleiðslu hjá starfsmönnum Impru og hjá leiðbeinanda á hverjum stað á milli kennslustunda.

 

Brautargengi er sérsniðið námskeið fyrir athafnakonur sem hafa viðskiptahugmynd sem þær vilja hrinda í framkvæmd. Einu inntökuskilyrðin eru að þátttakendur hafi viðskiptahugmynd til að vinna með, séu að hefja rekstur eða séu nú þegar í rekstri. Einnig þurfa þátttakendur að skuldbinda stig til þess að vinna að gerð viðskiptaáætlunar sinnar í heimavinnu minnst 10 klst. á viku. 

 

Skipulag námskeiðsins á Akranesi

Námskeiðið hefst með sameiginlegu hópefli hópanna frá stöðunum þremur sem samtímis taka þátt á landinu, helgina 10.-11. febrúar nk. Staðsetning verður ekki ákveðin fyrr en ljóst er hvort næg þátttaka næst á öllum stöðunum.  Eftir það verður kennt einu sinni í viku, á miðvikudögum, kl. 12:30-17:00, frá febrúar og fram í maí (alls 14 skipti). Öllu jafnan verður kennt á Bókasafninu á Akranesi.

 

Nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna í Skessuhorni sem kemur út í dag.

 

Myndin er af konum sem nýverið útskifuðust af sambærilegu námskeiði fyrir jól.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is