Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. janúar. 2007 07:30

Fasteignaskattar hækka um 12,5% á Akranesi

Í samantekt verðlagseftirlits ASÍ, um breytingar á álagningu og gjaldskrám 15 fjölmennustu sveitarfélaga landsins, kemur fram að fasteignaskattar í fjölbýli og sérbýli á Akranesi hækkar á þessu ári um 12,5%. Mest er hækkunin í þessum sveitarfélögum 17,7% í Sveitarfélaginu Skagafirði en mest lækkar skattheimtan um 12% á Seltjarnarnesi. Hækkunin á Akranesi er tilkomin vegna 10% hækkun fasteignamats og þá hækkar álagningarstuðull fasteignaskatts um 2,5%.

 

 

Þá er einnig samanburður annarra gjalda í samantekt ASÍ. Holræsagjöld hækka um 10% á Akranesi vegna hækkunar fasteignamatsins og svo er um flest önnur sveitarfélög í samanburðinum önnur en Ísafjarðarbæ þar sem gjöldin hækka um 30%. Sorphirðugjöld hækka um 8% á Akranesi og aðeins í þremur sveitarfélögum hækka gjöldin minna. Mest er hækkunin í Ísafjarðarbæ þar sem gjöldin hækka um 45%. Á Akranesi greiða fasteignaeigendur 13.500 krónur á ári í sorphirðugjöld. Í níu sveitarfélögum eru gjöldin lægri og lægst eru þau 10.000 krónur á Seltjarnarnesi og í Skagafirði. Hæst eru þau í Ísafjarðarbæ 29.000 krónur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is