Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. janúar. 2007 11:40

Prufan stóð í tíu ár

Rætt við Gunnar Björnsson sem nú hættir verslunarrekstri í Búðardal

Í Búðardal hafa hjónin Gunnar Björnsson og Erla Sigurðardóttir rekið verslunina Dalakjör um tíu ára skeið. Börnin þrjú eru flogin úr hreiðrinu og hjónin hafa lítið tekið sér frí undanfarinn áratug. Nú eru þau komin að vegamótum í lífi sínu, þar sem rekstur verslunarinnar og húsnæði hefur verið selt. Dalakjör er verslun þar sem flest fæst, eins og tíðkaðist í kaupfélögunum í gamla daga. Í einu rými gefur að líta kjöt, brauð, matarstell, vefnaðarvöru, gúmmískó með hvítum sóla og ýmis matvinnslutæki tróna yfir öllu. Enda er raunin sú að margir Dalamenn tala enn um að fara í “kaupfélagið” og ferðamönnum finnst sem þeir komi inn í töfraheim, þegar komið er inn fyrir dyrnar. Svona verslanir þekkjast ekki lengur úti í hinum stóra heimi.

 

Blaðamaður Skessuhorns brá sér í heimsókn í vikunni sem leið, heilsaði upp á granna sína í Dölum og settist jafnframt inn á kontórinn hjá Gunnari matreiðslu- og verslunarmanni í Dalakjör.

 

Viðtal við Gunnar er í Skessuhorni sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is