Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. janúar. 2007 10:40

Byggðastyrkir leyfilegir í öllu Norðvesturkjördæmi

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur tekið ákvörðun um nýtt byggðakort fyrir Ísland sem gildir til ársins 2013. Samkvæmt því verður íslenskum stjórnvöldum heimilt að veita byggðastyrki á stærstum hluta landsins. Samkvæmt reglum Evrópusambandsins eru ríkisstyrkir til atvinnurekstrar óheimilir. Þó er heimilt að uppfylltum ákveðum skilyrðum að veita byggðastyrki meðal annars á svæðum þar sem fjöldi íbúa er minni en sem nemur 12,5 á hvern ferkílómeter.

 

 

Í ákvörðun ESA nú felst að íslensk stjórnvöld mega veita byggðastyrki á tímabilinu 1. janúar 2007 til 31. janúar 2007 í öllum sveitarfélögum landsins, nema Reykjavík. Kópavogsbæ, Seltjarnarneskaupstað, Garðabæ, Hafnarfjarðarkaupstað, Álftanesi, Mosfellsbæ, Reykjanesbæ, Grindavíkurbæ, Sandgerðisbæ, Garði, Vogum og Kjósahreppi. Á öðrum svæðum, þar sem nú búa 31,5% þjóðarinnar, er heimilt að veita byggðastyrki.

 

Frá 1. janúar 2008-31. desember 2013 verður í gildi ný flokkun en hún tekur mið af núverandi kjördæmaskipan. Samkvæmt þeirri flokkun mega íslensk stjórnvöld veita byggðastyrki í öllum þeim sveitarfélögum sem falla undir landsbyggðarkjördæmin þrjú það er Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Í þessum kjördæmum þremur búa 1,2 íbúar á hvern ferkílómeter. Á hinum hluta landsins, þar sem byggðastyrkir verða ekki leyfilegir, búa hins vegar 181 íbúi á hvern ferkílómeter.

 

Þrátt fyrir að byggðastyrkir séu leyfilegir þarf að tilkynna öll áform um slíka styrki til ESA og þeir mega ekki fara umfram ákveðið hlutfall af fjárfestingarkostnaði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is