Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. janúar. 2007 12:50

Vill sáttmála um jafnvægi lands- og borgarbyggðar

Samfylkingin hélt opinn stjórnmálafund á Hótel Borgarnesi í gærkvöldi. Framsöguræður fluttu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins og Guðbjartur Hannesson, efsti maður á lista í NV kjördæmi. Nokkur eftirvænting ríkti fyrir fundinn þar sem segja má að hefð hafi skapast fyrir því að Ingibjörg Sólrún varpi fram “sprengjum” í landsmálaumræðuna þegar hún hefur flutt framsöguræður í Borgarnesi. Taktinn að því sló hún með eftirminnilegri Borgarnesræðu í ársbyrjun 2003 þegar hún fjallaði um meintar ofsóknir forystu Sjálfstæðisflokksins á hendur ákveðnu fyrirtæki. Að þessu sinni varpaði Ingibjörg Sólrún ekki fram sprengjum. Hún lagði í ræðu sinni út frá jöfnum tækifærum landsbyggðar og borgarsamfélagsins og ekki síður jafnri stöðu kynja til náms og atvinnusóknar óháð búsetu.

 

Sagði hún að styrkja þyrfti stoðir nýrrar grunngerðar sem fælist í bættum samgöngum, góðum menntastofnunum og háhraðatengingum um land allt. Ef þessir þættir væru ekki í lagi kæmist ekki á raunverulegt jafnvægi milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar, launafólks og fjármagnseigenda, umhverfis og stóriðju, hagvaxtar og stöðugleika og Íslands og Evrópu.

 

Neikvæður hagvöxtur er óásættanlegt

Ingibjörg Sólrún vitnaði í nýja könnun sem sýndi hagvöxt eftir kjördæmum sl. 20 ár. Þar kæmi fram að meðan að á höfuðborgarsvæðinu hefði mælst um 39% hagvöxtur á umræddu tímabili, hefði hann verið 19% á Vesturlandi, en neikvæður á Norðurlandi vestra og á Vestfjörðum um 6%. Slíka niðurstaða ættu stjórnvöld að grípa á lofti og fara í aðgerðir til að snúa þróuninni við. Taldi Ingibjörg að eitthvað hefði mistekist í byggðastefnu stjórnvalda og leggja þyrfti miklu meiri áherslu á að leiðrétta ójafnvægi milli borgarsamfélagsins og landsbyggðarinnar. Til þess að það væri hægt þyrfti að líta á landið sem eina heild þar sem fólk ætti að hafa raunverulegt val um búsetu sem fæli í sér jöfn tækifæri til menntunar, atvinnusóknar og menningar. “Við þurfum að leggja áherslu á að hluti nýrra starfa geti verið unnin óháð staðsetningu og til þess þarf nýja hugsun. Störf geta mörg hver verið unnin óháð staðsetningu viðkomandi starfsmanns og við eigum að setja okkur þau markmið að 20% starfa sem losna eða verða til geti verið unnin óháð búsetu og að minnsta kosti 400 slík störf verði til á ári hverju. Til þess þarf að styrkja samgöngur, menntastofnanir á landsbyggðinni og stórefla háhraðatengingar um landið sem eru forsenda til að þetta sé hægt,” sagði Ingibjörg. Hún sagði að frá fyrstu tíð hefði það sýnt sig að menntunarstig og samgöngur væru lykilþættir viðgangs og uppbyggingar á hverju svæði.

 

Bændur og neytendur taki höndum saman

Þá ræddi Ingibjörg um að völdum og áhrifum væri misskipt í landinu milli kynja og það væri ein af undirrótum fækkunar á landsbyggðinni og benti á að um 2500 konur vantaði á landsbyggðina til að þær væru jafn margar körlunum.

Þá varð Ingibjörgu tíðrætt um stöðu bænda og benti á að breyta þyrfti formi stuðnings til stéttarinnar og auka þyrfti frelsi bænda til nýsköpnar og þróunar, fullvinnslu og sölu. “Það á að bæta hag bæði neytenda og bænda að þessir aðilar hafi samráð um aðgerðir. Breytingar á einmitt að gera þegar aðstæður leyfa og greinin er í uppsveiflu,” sagði Ingibjörg og beindi orðum sínum m.a. til Haraldar Benediktssonar, formanns Bændasamtakanna sem staddur var á fundinum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is