Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. janúar. 2007 10:58

Stórir hestadagar í Miklaholtshreppi á laugardag

Óhætt er að segja að mikill uppgangur sé í hestamennsku og uppbyggingu kringum hross á sunnanverðu Snæfellsnesi um þessar mundir. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni verður hestaaðstaða í Söðulsholti tekin formlega í notkun nk. laugardag. Sama dag verður einnig vígð nýuppgerð og glæsileg aðstaða í Hrísdal, en eigandi hennar er Gunnar Sturluson og fjölskylda. Framkvæmdirnar í Hrísdal hafa tekið hátt í tvö ár og var 400 kinda fjárhúsi breytt í hesthús sem rúmar 32 hross, en einnig var hlöðu breytt í veglega og rúmgóða reiðskemmu.

 

Gunnar, sem er ættaður frá Hjarðarfelli í Miklaholtshreppi, keypti Hrísdal fyrir fjórum árum ásamt fleirum og eyðir þar miklum hluta tíma síns en stundar vinnu Reykjavík. Í Hrísdal er tamningafólkið Siguroddur Pétursson og Ásdís Ó. Sigurðardóttir en auk þess að temja fyrir Gunnar, taka þau einnig hross annarsstaðar frá. Í samtali við Skessuhorn segist Gunnar stunda hrossarækt af kappi á jörðinni en auk þess væri fjölskyldan dugleg við að skreppa í útreiðartúra. Aðspurður um hvernig stæði á þessari miklu uppbyggingu í Miklaholtshreppi sagði Gunnar ákveðinn; „að ekki þýddi annað en að byggja almennilega upp þessar fallegu sveitir og þetta væri hans framlag til þess“.

 

Myndin er frá Söðulsholti. Nánar verður greint frá stóra hestadeginum í Eyja- og Miklaholtshreppi í næsta Skessuhorni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is