Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. janúar. 2007 09:22

Vill vita hvaða forsendur liggja að baki gjaldskrárhækkunum

Formaður Verkalýðsfélags Akraness harmar í pistli á heimasíðu félagsins þær hækkanir sem orðið hafa á gjaldskrám Akraneskaupstaðar. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns og í könnun verðlagseftirlits ASÍ hækkuðu fasteignagjöld á Akranesi um 12,5% um áramót og holræsagjöld hækkuðu um 10%, svo einhver gjöld séu nefnd. Í pistli sínum segir Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA að þessar hækkanir séu ekki til þess fallnar að ná niður þeirri verðbólgu „sem verið hefur alltof há hér á landi að undarförnu,“ eins og segir orðrétt í pistlinum.

 

Þá vill Vilhjálmur vita á hvaða forsendum þessar hækkunir eru byggðar og vísar þar til mikils hagvaxtar sem orðið hafi á Akranesi í kjölfar þenslu á Grundartangasvæðinu. Telur hann skiljanlegra að sveitarfélög þar sem fólksfækkun er hækki sínar gjaldskrár. Segir hann það ekki ganga upp lengur að „almennt verkfólk sé eitt og sér látið viðhalda stöðugleikanum hér á landi, það verða allir að taka þátt í því, líka sveitarfélögin,“ segir orðrétt í pistli Vilhjálms.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is