Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. janúar. 2007 05:38

Vilja stofna nýtt kvenfélag í Borgarhreppi

Nokkrar ungar konur í Borgarhreppi hinum forna hafa tekið sig til og sent öllum kynsystrum sínum í hreppnum bréf um stofnun kvenfélags. Að sögn Ólafar M. Brynjarsdóttur á Ferjubakka sem fer fyrir hópnum er ekki um að ræða endurreisn hins gamla kvenfélags, sem áður fyrr starfaði með miklum blóma, heldur nýtt félag.  „Ungu fólki hefur, sem betur fer, fjölgað aftur í hreppnum og þar af leiðandi börnum. Við söknum þess að hér er til dæmis engin jólatrésskemmtun fyrir börnin eða aðrar þær samkomur sem haldnar voru hér í eina tíð þar sem fjölskyldan kom saman og skemmti sér. Því ákváðum við nokkrar konur hér í kring að senda út bréf og kanna áhugann. Fundurinn verður haldinn í Valfelli, félagsheimili hreppsins, miðvikudaginn 24. janúar klukkan 20:00 og við vonum auðvitað að sem flestar konur í Borgarhreppi hafi áhuga á málinu og sjái sér fært að mæta,” sagði Ólöf.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is