Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. janúar. 2007 12:40

Frétt um ályktun fundar sem ekki hefur verið haldinn

Í morgun var frétt í Blaðinu þar sem sagt er frá fögnuði bæjarráðs Akraness yfir samningi Spalar og Vegagerðarinnar um undirbúning tvöföldunar Hvalfjarðarganga og tvöföldun hringvegarins á Kjalarnesi. Vísað er í bókun sem samþykkt hafi verið á bæjarráðsfundi. Einnig er vitnað í Gísla S Einarsson bæjarstjóra vegna málsins.  Ekki er þetta fréttnæmt hjá öðrum fjölmiðli nema vegna þess að umræddur fundur hefur ekki verið haldinn og því liggur skoðun bæjarráðs á málinu ekki fyrir. Í það minnsta ekki með formlegum hætti.  Hvort blaðamaður  Blaðsins er skyggn skal ósagt látið en hins vegar mun vera fundur hjá bæjarráði í dag.

 

Þessi frétt minnir á frétt sem birtist í Fréttablaðinu á fyrstu dögum þessa árs þar sem fjallað var um að hafnarstjórn Akraness hefði á dögunum haldið sinn síðasta fund og af því tilefni ákveðið að styrkja góð málefni í samfélaginu. Ekki var um skyggnigáfu blaðamanns að ræða í þetta sinn því síðasti fundur hafnarstjórnarinnar var haldinn 29. desember árið 2004. Ekki verður sá blaðamaður sakaður um að hafa farið framúr sjálfum sér í þeirri frétt.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is