Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. janúar. 2007 06:57

Sparisjóðurinn og TM afhenda endurskinsvesti

Sparisjóðurinn á Akranesi og Tryggingamiðstöðin hf. afhentu á dögunum nemendum í 10. bekkjum Brekkubæjarskóla og Grundaskóla endurskinsvesti að gjöf til nota við gangbrautavörslu skólanna sem nú er að hefjast. Nemendur  í Brekkubæjarskóla munu standa vaktina á fjórum stöðum á hverjum morgni og nemendur Grundaskóla gæta öryggis á sex stöðum. Vestin gera gæslumenn að vonum sýnilegri og auka þar með öryggi þeirra.  Jafnframt afhentu fyrirtækin ferðasjóðum 10. bekkinga í hvorum skóla 50 þúsund krónur að gjöf í þakklætisskyni fyrir framlag þeirra til umferðaröryggismála.

 

Það voru Ásta Valdimarsdóttir og Margrét Snorradóttir þjónustufulltrúar Sparisjóðsins og Tryggingamiðstöðvarinnar sem afhentu gjafirnar. Í samtali við Skessuhorn sagði Margrét framtak nemendanna mjög lofsvert og öðrum til eftirbreytni. Því hefðu Sparisjóðurinn og Tryggingamiðstöðin viljað auðvelda og þakka þeim framtakið með þessum gjöfum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is