Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. janúar. 2007 08:10

Stúku þarf að stækka til að halda keppnisleyfi

Knattspyrnufélag ÍA hefur lagt fyrir bæjarráð Akraness tvær tillögur að fjölgun stúkusæta við knattspyrnuvöllinn á Jaðarsbökkum sem er forsenda þess að félagið haldi keppnisleyfi í efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu.  Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns þarf að fjölga stúkusætum við völlinn samkvæmt reglum leyfiskerfi Knattspyrnusambands Íslands sem byggt er á reglum evrópska knattspyrnusambandsins. Nú eru 768 stúkusæti við völlin en þeim þarf að fjölga í 1.000 talsins til þess að ÍA haldi keppnisleyfi í efstu deild. Fram kemur í bréfi Knattspyrnufélags ÍA til bæjarráðs að engar líkur séu til þess að þessar forsendur breytist.

 

 

Með vísan í fyrri samþykktir bæjarráðs hefur ÍA unnið eins og áður sagði tvær tillögur að lausn málsins. Í þeirri fyrri er gert ráð fyrir að 360 sætum verði komið fyrir í graspöllum norðan við leikvöllinn. Lengd mannvirkisins verði um 30 metrar og breidd þess um 6,5 metrar. Gert er ráð fyrir að nota til verksins forsteyptar einingar frá Smellinn ehf. Áætlaður kostnaður við þessa tillögu er um 24,8 milljónir króna en til þess að hún geti orðið að veruleika þarf að breyta deiliskipulagi svæðisins.

Í síðari tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi stúka við sunnanverðan völlinn verði stækkuð eins og áður hefur verið kynnt en þó án skyggnis.  Áætlaður kostnaður við þessa leið er um 25,5 milljónir króna. Þar er þó gerður fyrirvari varðandi jarðvinnu og fleira. Í bréfi ÍA kemur fram að kosturinn við þessa tillögu sé sá að teikningar, deiliskipulag og byggingarleyfi liggi fyrir þannig að ekkert sé að vanbúnaði með að hefja framkvæmdir þegar minniháttar breytingar hafa verið gerðar á fyrirliggjandi teikningum.

 

Félagið telur þó hentugra að fá aðstöðu fyrir áhorfendur norðan við völlinn „enda verði sátt um staðsetninguna m.t.t. annarra mannvirkja á svæðinu í framtíðinni og ekki verði tafir á framkvæmdum vegna breytinga á deiliskipulagi“ segir orðrétt í bréfi félagsins.

 

Óskað er eftir því að tekin verði ákvörðun í málinu sem allra fyrst þar sem félagið þurfi að gera grein fyrir stöðu málsins í gögnum sem senda þarf leyfisnefnd KSÍ í janúar eða byrjun febrúar. Sú nefnd kemur saman í byrjun mars til þess að ákveða um keppnisleyfi félaga í efstu deild. „Grundvallaratriði í því efni er að fyrir liggi að framkvæmdir hefjist við nauðsynleg mannvirki fljótlega og að krafa um fjölda sæta á Jaðarsbakkavelli verði uppfyllt áður en Íslandsmótið hefst um miðjan maímánuð“ segir í bréfi félagsins.

Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar framkvæmdanefndar mannvirkja hvað staðsetningu mannvirkisins varðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is