Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. janúar. 2007 07:16

Útlán Bókasafns Akraness svipuð milli ára

Starfsemi Bókasafns Akraness var með hefðbundnum hætti árið 2006 og aðsókn mjög góð. Útlánuð safngögn voru  52.325 gögn, sem er mjög svipað og árið 2005, en þá voru útlán  52.831 safngögn. Þetta samsvarar því að hver Akurnesingur hafi fengið um 8,88 safngögn að láni  yfir árið sem eru aðeins færri eintök á íbúa en árið 2005, en þá lánuðust úr 9,1 gögn. Íbúum hefur fjölgað  í bænum frá fyrra ári og má því segja að útlánin dragist  örlítið saman.  Sem fyrr eru bækur vinsælastar meðal lánþega eða um 75% þess sem lánað var út. Næst koma tímarit (10%) og þá hljóðbækur (9%). Bækur Arnaldar Indriðasonar eru vinsælastar hjá  viðskiptavinum Bókasafns Akraness eins og í fyrra og má segja að þær séu aldrei uppi í hillu. Útlán og gestakomur eru mjög jöfn allt árið en  stærstu útlánamánuðirnir voru janúar, mars og júlí.

 

Gestakomur í Bókasafn Akraness voru taldar sérstaklega tímabilið maí til ágúst og komu að jafnaði um 112 gestir á dag í safnið og samkvæmt því eru gestir um 32.000 á ári.

Margir gestir sækja daglega í netkaffitölvur safnsins og eru m.a. erlendir verkamenn duglegir að notfæra sér þá þjónustu.

Safnkostur bókasafnsins er um 55.000 safngögn, bækur, tímarit, myndefni og tónlist og er leitarbær á www.gegnir.is.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is