Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. janúar. 2007 07:18

Hreppurinn vill endurvinna rúlluplastið

Eyja- og Miklaholtshreppur hefur samið við Gámaþjónustu Vesturlands um að hirða allt plast sem kemur frá bændum. Að sögn Eggerts Kjartanssonar oddvita er það vilji hreppsnefndar að plast sé ekki urðað heldur sett í endurvinnslu. „Það er hrikalegt að vita af öllu þessu plasti sem var safnað saman og keyrt í Fíflholt til urðunar. Með þessu samkomulagi við Gámaþjónustuna höfum við tryggt að gámar verði settir heim á stærri bú, þar sem bændur setja plastið sitt í. Gámarnir eru síðan teknir og losaðir nokkrum sinnum á ári. Þar sem minna er umleikis eru bændur beðnir um að safna plastinu saman og það verður síðan sótt til þeirra.”

 

Plastið er flutt suður til Reykjavíkur til frekari flokkunar og síðan sent erlendis til endurvinnslu. „Fyrstu gámarnir eru þegar komnir á bæi og þeir sem ekki hafa fengið gáma nú þegar geta búist við því næstu daga,” sagði Eggert Kjartansson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is