Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. janúar. 2007 05:30

Meistari meistaranna í piparkökuhúsabakstri

Valdís Einarsdóttir á Akranesi er sannkallaður piparkökumeistari og hefur undanfarin átta ár sigrað með yfirburðum piparkökuhúsakeppni Kötlu sem haldin er árlega í desember. Í spjalli í Skessuhorni, sem kom út í þessari viku, segir hún frá því hvernig þetta byrjaði allt saman og undirbúningsferlinu sem tekur hana að gera húsin, en þau eru mikil listasmíði og getur tekið allt að fimm vikum að búa þau til. „Ég hef tekið þátt í keppninni frá því hún hófst en það var fyrir fimmtán árum síðan. En sjálf var ég vön því að baka piparkökuhús með barnabörnum mínum fyrir hver jól. Þegar Katla auglýsti keppnina sína ákvað ég að slá til og taka þátt.

Í byrjun var ég meira í að gera sætabrauðshús, svipuð og voru í ævintýrinu um Hans og Grétu, en þróaðist í aðrar áttir þegar ég sá hvað aðrir voru að gera,“ segir Valdís, er við spyrjum hana um upphafið á ferli hennar. „Í fyrsta skipti þegar ég ætlaði að taka þátt snéri ég við heim með húsið, en ég hafði aðeins málað karlana sem fylgdu húsinu öðrum megin og ég sá þegar á hólminn var komið að líklegast myndi það ekki duga.“ Valdís hefur meðal annars gert hús á borð við Alþingishúsið, Höfða og fleiri.

 

Sjá viðtal við Valdísi í Skessuhorni.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is