Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. janúar. 2007 03:35

Gunnar Sigurðsson ráðinn kosningastjóri Samfylkingarinnar

Gunnar Sigurðsson stjórnmálafræðingur hefur verið ráðinn kosningastjóri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi og hóf hann störf um áramótin. Í samtali við Skessuhorn segir hann starfið leggjast vel í sig enda Samfylkingin flokkur með góða stefnu sem gaman sé að kynna fyrir alþjóð. Gunnar segir að þessa dagana séu frambjóðendur að stilla saman strengi sína og skipuleggja baráttuna sem framundan er í kjördæminu. Fyrsti þáttur baráttunnar sé fundaherferð formanns flokksins Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.

 

Hann segist bjartsýnn á góðan byr Samfylkingarinnar á komandi mánuðum og takmarkið á komandi mánuðum sé að nýta þann byr til þess að skila Önnu Kristínu Gunnarsdóttur áframhaldandi þingsæti. Gunnar segir að höfuðstöðvar baráttunnar í kjördæminum verði á Akranesi en öflugar kosningaskrifstofur verði innan tíðar opnaðar á fleiri stöðum í kjördæminu. Hann muni sjálfur verða á ferð og flugi um kjördæmið á næstu vikum og mánuðum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is