Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. janúar. 2007 10:01

Stúka Akranesvallar verður stækkuð

Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að ráðast í stækkun áhorfendastúku við knattspyrnuvöllinn á Jaðarsbökkum þannig að völlurinn uppfylli áfram skilyrði til útgáfu keppnisleyfis í efstu deild knattspyrnunnar á næstu leiktíð. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns sendi Knattspyrnufélag ÍA ráðinu erindi á dögunum þar sem bent var á að samkvæmt reglum KSÍ og UEFA þyrfti að fjölga stúkusætum við völlinn úr 768 í 1.000. Að öðrum kosti yrði ekki hægt að keppa á vellinum í efstu deild. Benti félagið á tvo kosti í stöðunni. Annars vegar að koma fyrir stúku á graspöllum norðan við leikvöllinn og hins vegar að stækka núverandi stúku við sunnanverðan völlinn.

 

Í bókun bæjarráðs kemur fram að framkvæmdin hafi verið á fjárhagsáætlun ársins 2006 en þá verið frestað þar sem útfærsla hönnunar þótti of kostnaðarsöm. Nú samþykkti ráðið hinsvegar tillögu ÍA um að stækka núverandi stúku. Samkvæmt tillögu ÍA mun heildarkostnaður við þá framkvæmd verða um 25,5 milljónir króna. Fjármögnun framkvæmdanna umfram það sem er á fjárhagsáætlun vísaði bæjarráð til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Var bæjarstjóra falið að ganga frá framkvæmdasamningi við ÍA vegna verksins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is