Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. janúar. 2007 12:42

Bilun í aðveituæð Orkuveitunnar til Akraness

Í nótt varð bilun í aðveituæð Orkuveitu Reykjavíkur í Bæjarsveit og er því heitavatnsrennsli til Akraness minna en ella. Hefur vatn því verið tekið af sundlaugunum á Akranesi á meðan viðgerð stendur yfir og loka þær því að óbreyttu eftir hádegi í dag. Gissur Þór Ágústsson, starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur á Akranesi segir að um kl. 2 í nótt hafi orðið rafmagnsbilun í dælustöð við Deildartungu. Viðgerð tók skamman tíma. Síðar í nótt brotnaði heitavatnslögning að Laugarholti í Bæjarhverfinu en þaðan kemur hluti heita vatns Akurnesinga. Bilunin er fundin og stendur viðgerð yfir. Gissur Þór segir erfitt að segja til um hvenær viðgerð ljúki en vonar að það verið ekki síðar en kl.15.

 

Vegna þessara tveggja bilana hefur lækkað hratt í birgðatönkum Orkuveitunnar á Akranesi. Var því gripið til þess ráðs að loka fyrir heitavatnsrennsli til sundlauganna á Akranesi því að sögn Gissurar eru heimili látin hafa forgang við aðstæður sem þessar. Hann telur að ef ekkert óvænt kemur uppá þurfi íbúar á Akranesi ekki að óttast að húsakynni þeirra kólni.

 

Hörður Kári Jóhannesson rekstrarstjóri íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar segir að vatn kólni mjög fljótt í sundlaugunum sérstaklega nú þegar frekar kalt er í veðri. Því megi búast við að loka þurfi sundlaugunum eftir hádegi í dag. Sundfélag Akraness hefur þegar fellt niður æfingar í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is