Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. janúar. 2007 01:53

Sameining Stak og StRv undirrituð

Í gær var formlega gengið frá sameiningu Starfsmannafélags Akraneskaupstaðar (Stak) og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar (StRv). Skessuhorn hefur ítarlega fjallað um sameininguna og aðdraganda hennar. Til að innsigla samkomulagið héldu stjórnir beggja félaganna fund í Safnaskálanum að Görðum á Akranesi þar sem samningurinn var undirritaður. Í samkomulagi um sameininguna segir m.a. að félagssvæði Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar hafi verið útvíkkað til Akraness á aukaaðalfundi félagsins 5. desember 2006 með breytingu á lögum félagsins. Þá tekur St.Rv. yfir alla starfsemi Stak þ.m.t. eignir og skuldir. St.Rv. tekur yfir kjarasamninga St.Ak. við viðsemjendur þess og kjarasamningsgerð.

Þá taka lög Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar gilda um sameinað félag og félagsmönnum Stak verður tryggt að félagsaðildartími þeirra hjá Stak flytjist til St.Rv. þannig að þeir njóti réttinda hjá St.Rv. eins og um samfellda félagsaðild hafi verið að ræða. Í samkomulaginu er kveðið á um að starfsmenntasjóður Stak verður rekinn sjálfstætt þangað til stjórn St.Rv. ákveður annað.

Í orlofsúthlutun fyrir páska og sumarið 2007,  munu félagsmenn hvors félags fyrir sig, samkvæmt fyrra fyrirkomulagi, eiga forgang að þeim orlofshúsum sem voru í eigu viðkomandi félags. Eftir það munu orlofshús fara í sameiginlega úthlutun fyrir alla félagsmenn. Loks segir að við sameiningu sameinist orlofssjóðir, verkfallssjóðir og félagssjóðir félaganna.

 

Unnið verður að nýju starfsmati

Valdimar Þorvaldsson, formaður Stak sagði í samtali við Skessuhorn að hann og formaður StRv hafi sl. miðvikudag átt fund með Gísla S Einarssyni, bæjarstjóra á Akranesi þar sem farið var fram á að loforð bæjarráðs frá 5. maí 2006 yrði efnt þar sem fyrirheit voru gefin fyrir því að ef af sameiningu Stak og StRv kæmi, yrði greitt samkvæmt kjarasamningum sem Reykjavíkurborg hefur við StRv. “Bæjarstjóri tók mjög jákvætt erindi okkar. Við reiknum því með að næsta skref verði að starfsmat fari fram á störfum starfsmanna Stak til að staðsetja þá í kjarasamningi StRv og Reykjavíkurborgar.”

Aðspurður fullyrðir Valdimar að enginn starfsmanna Akraneskaupstaðar, fyrrum félaga í Stak, munu lækka í launum við sameininguna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is