Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. janúar. 2007 03:00

Engar skuldbindingar um nýjar eða auknar álögur

Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar ehf. segir stjórn félagsins hafa kynnt stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og vinnuhóps á þeirra vegum gerð samkomulags við Vegagerðina um tvöföldun Hringvegar á Kjalarnesi og tvöföldunar Hvalfjarðarganga. Eins og fram kom í Skessuhorni sagði Gísli S. Einarsson bæjarstjóri á Akranesi að ekkert samráð hafi verið haft við Akraneskaupstað við gerð samkomulagsins. Gísli Gíslason segir það rétt en minnir á að Akraneskaupstaður sé aðili að SSV. 

 

Samningur Spalar við Vegagerðina hefur vakið mikla athygli og þó sérstaklega þau ákvæði samningsins að fjármunir frá Speli renni til undirbúnings tvöföldunar ganganna og gerð vegar um Kjalarnes. Þá hafa þær raddir heyrst að ákvæði um að verðgildi veggjaldsins verði óbreytt til 2018 sé staðfesting á því að vegfarendur um þetta svæði þurfi áfram að greiða fyrir afnot af hinum nýju mannvirkjum.

 

Gísli Gíslason segir enga skuldbindingu felast í þá veru í samkomulaginu. Hann segir að í núverandi samningum Spalar við ríkið og fjármálastofnanir sé gert ráð fyrir greiðslu veggjalds til 2018 og því sé ekki um neinar nýjar álögur að tefla. „Þvert á móti liggur fyrir að veggjaldið mun lækka þegar virðisaukaskattur lækkar 1. mars og í vor verða einnig gerðar minniháttar breytingar á gjaldskránni. Eina breytingin sem nú verður er sú að lán frá Vegagerðinni að fjárhæð 150 milljónir króna, sem Spölur átti að greiða til baka 2018, greiðist á árinu 2007. Í staðinn skuldbindur Vegagerðin sig til þess að nýta þá fjármuni,  ásamt 100 milljónum til viðbótar, til þess að hefja nú þegar undirbúning að tvöföldun þjóðvegarins frá Kollafirði að Hvalfjarðargöngum og tvöföldun þeirra. Því er í raun verið að hefja nú þegar undirbúning framkvæmda sem 82% lesenda Skessuhorns töldu að ætti að vera forgangsverkefni í samgöngumálum. Því miður var það verk ekki komið á undirbúningsstig en verður það nú með þessum samningi. Stjórn Spalar hefur með afskiptum sínum af málinu viljað tryggja að samgöngur á svæðinu verði sem öruggastar fyrir vegfarendur og að áframhaldandi uppbygging samgöngumannvirkja tryggi áfram þá jákvæðu þróun sem orðið hefur eftir tilkomu Hvalfjarðarganga milli Vesturlands og höfuðborgarsvæðisins“.

 

Gísli segir ekki ljóst hvort þær 250 milljónir króna sem til ráðstöfunar eru til undirbúningsins dugi né heldur hvort takist að ljúka undirbúningnum árið 2008 en er bjartsýnn á að svo verði. „Takist það er ekkert því til fyrirstöðu að framkvæmdum verði lokið á árunum 2011-2012. Ég trúi því að það sé innan þeirra tímamarka sem bjartsýnustu menn hafa þorað að vona fram að þessu.“

 

Hann segir að þrátt fyrir að nú sé undirbúningur að framkvæmdum að hefjast sé ekkert ákveðið með hvaða hætti verði staðið að fjármögnun framkvæmda en að samkomulagið gerir ekki ráð fyrir nýrri gjaldtöku. „Til þessa verks, sem væntanlega mun kosta 6,5-7 milljarða króna, þarf að koma fjármagn frá ríkinu en Spölur getur ef um semst aðstoðað við heildarfjármögnun verksins.Vonandi mun takast að afla þeirra fjármuna þannig að framkvæmdir geti hafist þegar undirbúningi lýkur. Það er heldur ekkert því til fyrirstöðu að stjórnmálamenn taki þá ákvörðun að yfirtaka rekstur Spalar og hætta gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum.  Það er pólitísk ákvörðun sem ekki er á færi Spalar að taka.“

  

Gísli S. Einarsson bæjarstjóri sagði í samtali við Skessuhorn að leggja þyrfti áherslu á að framtíðarlega þjóðvegarins norður í land yrði vestan við Akrafjall. Gísli Gíslason segir að tvöföldun Hvalfjarðarganga muni liggja samsíða núverandi göngum og komi því upp á sama stað og nú. Því breytist engar forsendur um framtíðarlegu þjóðvegarins við tvöföldunina og því alls ekki komið í veg fyrir vegagerð við Grunnafjörð verði sú leið valin. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is