Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. janúar. 2007 02:59

Þorrinn er genginn í garð - Bóndadagurinn er í dag

Í dag, bóndadaginn, hefst þorri. Jafnframt er vetur nú nákvæmlega hálfnaður. Þorri er fjórði mánuður vetrar samkvæmt gamla tímatalinu og hefst hann á föstudegi í þrettándu viku vetrar með bóndadeginum. Á þessum degi er til siðs að konur stjani við bónda sína, færi þeim blóm eða litla gjöf, eldi fyrir þá góðan mat eða geri vel við þá á allan hátt. Sagan segir að áður fyrr hafi húsbóndinn átt að fagna þorra með því að fara fyrstur allra á fætur þennan dag. Síðan átti bóndinn að fara út í skyrtunni einni fata, berleggjaður og skólaus en fara í aðra brókarskálmina og láta hina svo lafa eða draga hana á eftir sér. Þá átti hann að hoppa í kringum allan bæinn og bjóða þorra velkominn. Ef vel var tekið á móti Þorra gat hann verið mönnum góður og hjálplegur en annars mátti vænta þess að hann yggldi sig og byrsti með miklum vetrarhörkum.

 

 

Á síðarihluta 19. aldar fóru mennta- og embættismenn að tíðka samkomur sem þeir kölluðu „Þorrablót“ að fornum hætti, matar- og drykkjarveislur þar sem sungin voru ný og gömul kvæði og drukkin minni Þorra og heiðinna goða. Einkum var Þór tengdur þorranum. Þessar veislur lögðust af eftir aldamótin 1900 í kaupstöðum en þá hafði þorrablótssiðurinn borist í sveitirnar, fyrst á Austurlandi og í Eyjafirði, og hélt þar áfram.

 

Um miðja 20. öld hófu átthagasamtök á höfuðborgarsvæðinu síðan þorrablótin aftur til vegs og virðingar í þéttbýli, og buðu þá „íslenskan“ mat sem þá var orðinn sjaldséður í kaupstöðum. Síðan hafa þorrablót ýmissa samtaka með íslenskan mat verið fastur liður í skemmtanalífi um allt land.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is