Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. janúar. 2007 03:19

Samningur Spalar og Vegagerðarinnar flýtir framkvæmdum

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra segir í samtali við Skessuhorn að með samkomulagi stjórnar Spalar ehf. og Vegagerðinnar sé verið að nýta reynslu og þekkingu beggja aðila til þess að flýta undirbúningi og framkvæmdum við tvöföldun vegarins um Kjalarnes frá Kollafirði að Hvalfjarðargöngum og sömuleiðis tvöföldun þeirra.  Sturla segist hafa fundað með stjórnendum Spalar fyrir nokkru síðan þar sem þeir hafi kynnt hugmyndir sem flýtt gætu undirbúningi framkvæmda. Hann hafi í kjölfarið falið Vegagerðinni að ræða við stjórn Spalar og þær viðræður hafi leitt af sér umrætt samkomulag.

 

Þá segir hann að í samkomulaginu sé engin skuldbinding um áframhaldandi gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum en minnir á að samkvæmt núgildandi samningum við fjármálastofnanir sé gert ráð fyrir gjaldtöku til 2018.

 

Aðspurður hvort gert verði ráð fyrir fjárveitingu til tvöföldunar Hvalfjarðarganga við endurskoðun núgildandi vegaáætlunar segir Sturla svo ekki vera. Samkvæmt samkomulaginu sé fjármögnun undirbúnings framkvæmdanna tryggð. Ekki sé hinsvegar tímabært að hefja framkvæmdir við tvöföldun Hvalfjarðarganga nú og því bíði ákvörðun um fjármögnum þeirra endurskoðunar vegaáætlunar á árinu 2009. Það sé í fullu samræmi við þann tímaramma sem samkomulagið gerir ráð fyrir. Hinsvegar muni framkvæmdir við veg um Kjalarnes ekki bíða svo lengi enda hafi fjármögnun til þeirra framkvæmda þegar verið tryggð að hluta.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is