Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. janúar. 2007 07:58

Kúabú á Vesturlandi í fararbroddi

Niðurstöður liggja nú fyrir úr skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar árið 2006. Þær mótast að vonum talsvert af hinu breytta framleiðsluumhverfi á árinu þar sem markaðurinn kallaði eftir allri mjólk sem hægt var að framleiða sem verður að teljast mikil breyting frá framleiðslutakmörkunum undangenginna ára og áratuga. Þá fjölgar kúm sem eru skýrslufærðar yfir þúsund frá árinu 2005, en talsvert yfir 90% af allri mjólk í landinu kemur frá búum sem eru í skýrsluhaldi. Þar sem búum í mjólkurframleiðslu fækkar með hverju ári stækka búin hratt og taldi meðalbúið 33,3 árskýr og hafði stækkað um það bil um 10% frá árinu áður.  Ýmislegt nýtt og fróðlegt kemur í ljós þegar rýnt er í tölurnar. Þar á meðal eru vestlensk kúabú í tveimur efstu sætum yfir meðalnyt síðasta árs og þá eru tvær kýr úr landshlutanum meðal fimm efstu yfir meðalnyt.

 

Í fyrsta sinn skilar íslensk kýr ársafurðum yfir 13 tonn, en það var kýrin Blúnda frá Helluvaði á Rangárvöllum sem skilaði sem nemur þrefalt hærri ársnyt en meðalkýr skilaði hér á landi fyrir aðeins örfáum árum síðan. Meðalafurðir eftir árskú á landinu eru nú 5.383 kg af mjólk og er það aukning um 102 kg frá árinu 2005. Efnahlutföll breytast á æskilegan hátt, fituhlutfall lækkar lítillega en próteinhlutfall mjólkur hækkar. Hver kýr framleiðir þannig 5 kg meira af verðefnum árið 2006 en árið áður.

 

Vestlensk afburðabú

Það vekur einnig athygli sá mikli og góði árangur sem vestlensk kúabú eru að ná. Á toppnum yfir afurðahæstu búin trónir bú þeirra Laufeyjar og Þrastar á Stakkhamri á Snæfellsnesi með samtals 7.896 kg. meðalafurðir eftir kúnna. Þau Laufey og Þröstur tóku fyrir nokkrum árum síðan við búi af foreldrum Laufeyjar og hafa byggt upp og stækkað búið verulega. Þau eru bæði langskólagengin í búfjárfræðum og hafa m.a. bæði starfað sem ráðunautar. Enginn vafi er á að menntun, reynsla og útsjónarsemi fer saman hjá þeim og skilar þannig verulega glæsilegum árangri í ræktuninni. Í öðru sæti yfir afurðahæstu búin á landinu er síðan kúabú Soffíu Jónsdóttur á Efri Brunná, Saurbæ í Dölum en þar mælist meðalnyt eftir árskú 7.742 kg.

Mælt í efnamagni mjólkur eru tvö efstu búin þau sömu og eru með mesta mjólkurmagnið. Þetta eru meiri meðalafurðir á þessum tveimur efstu búum en dæmi eru um áður hér á landi.

 

Afburðakýr einnig

Þá eru fleiri bú í landshlutanum sem koma sér á spjöld sögunnar því í magni talið eru tvær kýr frá bæjunum Kvennabrekku í Miðdölum og Heggsstöðum í Andakíl sem eru í röðum afurðahæstu kúa hér á landi. Þær kýr sem skipa sér í 5 efstu sætin með magn mjólkur eru þessar:

 

1. Blúnda 468, Helluvaði, Rangárvöllum - 13.327 kg

2. Subba 53, Kvennabrekku, Miðdölum - 13.011 kg

3. 197, Stórumörk, Eyjafjöllum - 11.863 kg

4. Panda 12, Stóru-Mástungu, Gnúpverjahreppi - 11.142 kg

5. Sól 82, Heggsstöðum, Andakíl - 11.039 kg

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is