Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. janúar. 2007 12:03

Lilja S Ólafsdóttir ráðin aðstoðarskólameistari

Lilja Sesselja Ólafsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarskólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar úr hópi ellefu umsækjanda. Hún hefur störf í febrúar.  Lilja kenndi við Grunnskólann í Borgarnesi á árunum 1986 til 2003. Árið eftir gegndi hún starfi aðstoðarskólastjóra við sama skóla, ásamt því að kenna í hlutastarfi á Bifröst. Frá árinu 2005 hefur hún starfað sem deildarstjóri frumgreinadeildar við Háskólann á Bifröst.  Lilja er með kennarapróf frá Kennaraháskóla Íslands, lauk Diploma í stjórnun og Mastersgráðu, MED, frá sama skóla. Einnig hefur hún framhaldsnám í íslensku.

Samkvæmt því sem fram kemur í auglýsingu um aðstoðarskólameistara mun hann aðstoða skólameistara við undirbúning skólahalds, sinna áfangastjórnun og öðrum stjórnunarstörfum samkvæmt nánara samkomulagi. Fram að skólabyrjun verður starfshlutfallið 100% við stjórnun en eftir að kennsla hefst er gert ráð fyrir að starfshlutfall við stjórnun verði 75% og á móti sinni viðkomandi kennslu á sínu fagsviði.

 

Á myndinni eru þau Ársæll Guðmundsson skólameistari og Lilja S. Ólafsdóttir aðstoðarskólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is