Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. janúar. 2007 12:36

Pétur Már kjörinn Íþróttamaður Borgarbyggðar 2006

Eftir leik Skallagríms og KR í úrvalsdeild körfuboltans í Borgarnesi í gærkvöldi voru úrslit kynnt í valinu á Íþróttamanni Borgarbyggðar ásamt því að ýmsar fleiri viðurkenningar voru afhentar.  Það er tómstundanefnd Borgarbyggðar sem hefur veg og vanda að valinu ásamt Indriða Jósafatssyni starfsmanni nefndarinnar.  Björn Bjarki Þorsteinsson, formaður nefndarinnar afhenti viðurkenningarnar. Það var Pétur Már Sigurðsson, körfuknattleiksmaður í Skallagrími sem varð efstur í kjörinu.

Aðrir sem hlutu tilnefningar voru: Fyrir frjálsar íþróttir Lára Lárusdóttir og Bergþór Jóhannesson en Bergþór var af tómstundanefnd valinn frjálsíþróttamaður ársins.  Í hestamennsku voru tilnefndir Grettir Börkur Guðmundsson, Flosi Ólafsson og Guðmundur Margeir Skúlason. Tómstundanefnd valdi Flosa Ólafsson hestamann ársins. Í sundi voru tilnefnd Davíð Guðmundsson, Þórkatla Dagný Þórarinsdóttir og valdi tómstundanefnd Þórkötlu sundmann ársins.  Í blaki var Hafdís Rut Pétursdóttir valin blakmaður ársins og í badminton Trausti Eiríksson. Í körfuknattleik voru Pétur Már Sigurðsson og Einar Ólafsson tilnefndir og valdi tómstundanefnd Pétur Má körfuknattleiksmann ársins. Í knattspyrnu voru tilnefndir Dagur Sigurðsson og Andrés Kristjánsson og valdi nefndin Dag Sigurðsson knattspyrnumann ársins. Þá var Ómar Örn Ragnarsson valinn golfari ársins.

 

Eins og undanfarin ár var veitt viðurkenning úr Minningarsjóði Auðuns Hlíðkvists Kristmarssonar. Að þessu sinni fékk Guðrún Ingadóttur verðlaunin fyrir áhuga og árangur í íþróttum jafnhliða góðri ástundun í námi.

 

Þá var landsliðsfólki úr héraðinu veittar viðurkenningar auk þess sem starfsfólki sem komið hefur að íþróttamálum í héraðinu voru veittar viðurkenningar fyrir vel unnin störf. Nánar verður greint frá því í Skessuhorni sem kemur út á miðvikudag. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is