Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. janúar. 2007 01:41

Félagið Margmenning stofnað í Borgarbyggð

Í gær, mánudag var félagið Margmenning stofnað formlega í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi. Margmenning er félag áhugafólks um margmenningu í sveitarfélaginu. Við stofnun þess er heimili félagsins og varnarþing í Borgarbyggð og mun tíminn leiða í ljós hvort fólk úr nærliggjandi sveitarfélög á Vesturlandi taki þátt í samstarfinu, segir í tilkynningu frá félaginu. Margmenning hefur að leiðarljósi grundvallaratriði mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna um að hver maður sé jafnborinn til virðingar og réttinda er eigi verða af honum tekin.

Markmið þess eru:

 

a) að auðvelda tengsl erlendra íbúa og annarra í Borgarbyggð, b) að auðvelda erlendum íbúum aðgengi að upplýsingum um samfélagið, réttindi og skyldur, c) að vinna að auknum skilningi og virðingu fyrir ólíkri menningu og stuðla að umburðarlyndi og fordómaleysi manna á meðal, d) að stuðla að því að allir fái notið hæfileika sinna til heilla fyrir sig og samfélagið. Félagið hafði til hliðsjónar markmið og lög félagsins Róta á Ísafirði, sem félagið lánaði góðfúslega.

 

Fulltrúi Borgarfjarðardeildar Rauða Krossins sat stofnfundinn, þar sem ýmsar hugmyndir eru í gangi um samstarf félagsins við deildina. Má hér minnast á að Akraneskaupstaður hefur samþykkt að undirrita þjónustusamning við Rauða krossdeild Akraness, sem tekur að sér þjónustu og upplýsingar fyrir innflytjendur. Stéttarfélag Vesturlands hefur einnig lýst yfir ánægju með framtakið og hefur áhuga á að taka þátt í félagsskapnum með þetta framtak. 

 

Að undanförnu hefur einu sinni í viku verið opið hús á vegum Margmenningar í Safnahúsi Borgarfjarðar á sunnudögum kl 17:00-19:00. Hefur mæting alltaf verið nokkur þó ekki hafi verið formleg dagskrá og talsvert hefur verið um að erlendir íbúar noti tækifærið til að fá nauðsynlegar upplýsingar þar. Að auki berast sífellt fleiri fyrirspurnir á borð Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, sem hefur lagt mikinn metnað í að sinna íslenskukennslu fyrir útlendinga og verður sífellt meiri miðstöð fræðslu og upplýsingaflæðis fyrir þá. Þar starfar einmitt Guðrún Vala Elísdóttir, hugmyndasmiður Margmenningar og nýr formaður félagsins.

 

Á myndinni er fyrsta stjórn Margmenningar í Borgarbyggð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is