Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. janúar. 2007 08:29

Eðlilegt að hefja undirbúning að endurbótum Innnesvegar

Svæðisstjóri Norðvestursvæðis Vegagerðarinnar telur eðlilegt að á næstunni verði settur af stað undirbúningur að framkvæmdum við Innnesveg frá íþróttasvæðinu á Jaðarsbökkum að bæjarmörkum Akraness og Hvalfjarðarsveitar og að undirbúningur verði í samvinnu við tæknideild Akraneskaupstaðar. Þetta kom fram á sameiginlegum fundi bæjarstjórnar Akraness, samgönguráðherra og fulltrúa frá Vegagerðinni á dögunum.  Á fundinum fór Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri yfir viðhaldsleysi vegarins svo og nauðsyn á lagfæringu grjótvarnar í Leyni, en samkvæmt upplýsingum frá Siglingastofnun mun sú lagfæring vera á könnu Vegagerðarinnar.

 

Auk grjótvarnarinnar er þörf á endurnýjun undirlags vegarins, frárennslis og leggja þarf nýtt slitlag. Kom fram að vegurinn hafi í upphafi ekki verið hannaður sem þjóðvegur í þéttbýli og því sé þörf á vandaðri frágangi á honum eftir að umferð hefur vaxið. Jafnframt verður verkið meira og dýrara en áður var talið. Fulltrúar Akraneskaupstaðar lögðu áherslu á að þar sem vegurinn er í nálægð við íþróttahús og skóla væri þar mikil umferð akandi og gangandi og því nauðsynlegt að hefjast handa sem fyrst. Til þess að flýta framkvæmdum mætti hugsanlega skipta verkinu upp í áfanga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is