Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. janúar. 2007 10:46

Framkvæmdir við leikskólann Ugluklett í Borgarnesi

Framkvæmdir við hinn nýja leikskóla, Ugluklett, í Borgarnesi eru komnar vel á veg að sögn Jökuls Helgasonar framkvæmdastjóra verkefnasviðs Borgarbyggðar. Það eru fyrirtækin Nýverk í Borgarnesi og SG-hús á Selfossi sem annast byggingarframkvæmdir. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns er um að ræða þriggja deilda leikskóla á einni hæð, en alls verður húsið 501 m2 að flatarmáli. Gert er ráð fyrir að leikskólinn geti rúmað allt að 70 börn samtímis. Það er teiknistofan Pro-Ark á Selfossi sem hannaði húsið en um verkfræðihönnun sá Verkfræðistofa Árborgar á Selfossi.

 

Hafist var handa við að steypa sökkla í byrjun desember en gólfplata hússins var steypt skömmu fyrir áramót.  Það var Byggingafélagið Nýverk í Borgarnesi sem sá um sökkla og gólfplötu, en um jarðvinnu sá Borgarverk. Í síðustu viku hófst SG-hús á Selfossi handa við að reisa sjálft húsið, sem er timbureiningahús, klætt að utan með steni-klæðningu. Lauk reisingu þegar sl. föstudag. Reiknað er með að lokið verði við frágang að utan í þessum mánuði. Að því loknu mun Byggingafélagið Nýverk fullklára húsið að innan og sjá um smíði og uppsetningu innréttinga.  Verklok að undanskilinni lóð eru áætluð í maí næstkomandi, en vegna erfiðs tíðarfars í lok síðasta árs, segir Jökull Helgason að heildarverkinu hafi seinkað um rúmlega mánuð frá því sem gert hafði verið ráð fyrir í verksamningi. Lóðin við leikskólann er rúmlega 8 þúsund fermetrar en teiknistofan Landlínur ehf. í Borgarnesi sér um hönnun lóðar.

Nýi leikskólinn við Ugluklett mun leysa af hólmi bæði leikskólann við Skallagrímsgötu og við Mávaklett.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is