Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. janúar. 2007 03:48

Góður árangur UMSB á stórmóti ÍR um helgina

Mjög góður árangur náðist hjá frjálsíþróttakeppendum úr UMSB sem fóru til Reykjavíkur og kepptu á 100 ára afmælisstórmóti ÍR sem haldið var um helgina.  Hæst bar árangur Björgvins Hafþórs Ríkharðssonar sem náði fjórða sæti í 800 m hlaupi pilta. Björgvin hljóp á 2:20,53 og stórbætti fyrri árangur sinn og setti nýtt héraðsmet. Björgvin varð auk þess í 4. sæti í hástökki, stökk 1,55 m, í 8. sæti í 60 m hlaupi á tímanum 8,80 sek. í 8. sæti í langstökki og 6. sæti í 200 m hlaupi.

 

Í flokki 8 ára og yngri náði Helgi Guðjónsson góðum árangri þegar hann sigraði í 600 m hlaupi. Helgi náði auk þess 3. sæti bæði í 60 m hlaupi og boltakasti og varð í 6. sæti í langstökki.  Í sama flokki náði Arnar Smári Bjarnason einnig góðum árangri og varð 8. í 60 m. hlaupi og 400 m hlaupi og 14. í langstökki og boltakasti.

 

Bergþór Ægir Ríkharðsson bróðir Björgvins náði einnig góðum árangri þegar hann sigraði í 600 m hlaupinu með glæsibrag.  Einnig varð Bergþór í 4. sæti í hástökki og 7. sæti í 60 m hlaupinu.  Orri Jónsson bætti sig síðan í báðum þeim greinum sem hann keppti í þegar hann hljóp 800 m á 2:25.20 og í langstökki fór hann 4,61m.

“Þetta er aðeins hluti af þeim ungu og efnilegu krökkum sem nú æfa frjálsar íþróttir í Borgarfirði og því er hægt að segja að framtíðin sé mjög björt,” segir Bjarni Þór Traustason þjálfari í samtali við Skessuhorn.

 

Á myndinni er Björgvin Hafþór á verðlaunapalli á unglingalandsmótinu á Laugum í fyrrasumar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is