Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. janúar. 2007 06:52

Hestatengd námskeið vinsæl hjá LbhÍ

Um liðna helgi stóð endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands fyrir tveimur námskeiðum í hestamiðstöðinni að Mið-Fossum. Námskeið var með járningameistaranum Sigurði Oddi Ragnarssyni um járningar og hófhirðu og hinsvegar var námskeið um leiðréttingu reiðhests með tamningameistaranum Reyni Aðalsteinssyni. Síðara námskeiðið spannar þrjár helgar.

Alls tóku 23 manns þátt í námskeiðunum og höfðu gaman af. “Hestatengdu námskeiðin eru mjög vinsæl og er fullbókað á nær öll námskeiðin á vorönn. Framundan er að halda námskeiðin; frumtamningar, vinna við hendi og uppbygging keppnis- og sýningahrossa.

Auk þess er boðið uppá námskeið er kallast “Komdu á bak” og er almennt námskeið um frítímareiðmennsku og ferðalög,” sagði Ásdís Helga Bjarnadóttir hjá endurmenntunardeild LbhÍ í samtali við Skessuhorn. Allar nánari upplýsingar um námskeið LbhÍ má finna á heimasíðu skólans undir “Endurmenntun” í hægri stiku.

 

Á myndinni er Sigurður Oddur Ragnarsson að kenna járningar og hófhirðu.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is