Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. janúar. 2007 07:55

Hraðagreinir settur upp í Borgarbyggð

Borgarbyggð hefur fest kaup á hraðagreiningartæki sem verður í umsjón lögreglunnar. Í næstu viku verður tækið sett upp á ljósastaura í Hrafnakletti á svæðinu við strætóskýlið.  Að sögn Theodórs Þórðarsona yfirlögregluþjóns er hraðagreinir ekki sektarmyndavél, heldur ökuhraða-greiningartæki sem bæði safnar saman upplýsingum um fjölda bíla sem fara hjá, stærð þeirra og hraða.  „Þessi tæki eru notuð til að meta löggæsluþörf, sem dæmi hvenær er ekið hraðast á viðkomandi stað, einnig umferðarþunga og til að sjá hvort hraðahindranir séu að virka eð hvort þörf sé á auknum hraðamælingum á svæðinu. Af hraðagreiningartækinu er hægt að lesa upplýsingar þráðlaust inn á tölvu og getur tækið því verið óhreyft dögum saman. Þegar upplýsingar eru fengnar má taka tækið tekið niður og flytja á hvern þann stað annan sem upplýsinga er þörf,” sagði Theodór.

Í umferðaröryggisnefnd Borgarbyggðar eru einnig til skoðunar svokallaðir hraðavarar en það eru tæki sem sýna á skjá aksturshraða þeirra ökutækja sem aka fram hjá og ljós blikka, ef ökutæki er ekið of hratt. Slík tæki má til dæmis sjá þegar ekið er inn í Mosfellsbæ og á Reykjanesbrautinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is