Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. janúar. 2007 02:29

Segir umsækjendur hafa verið hafða að fíflum

Óli Örn Atlason, einn umsækjenda um stöðu verkefnisstjóra æskulýðs- og forvarnarsviðs Akraneskaupstaðar, gerir með bréfi til bæjarráðs Akraness talsverðar athugasemdir við rökstuðning fyrir ráðningu Heiðrúnar Janusardóttur í stöðuna. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns sóttu tíu manns um stöðuna. Eftir ráðningu Heiðrúnar óskaði Steinunn Eva Þórðardóttir, einn umsækjenda um stöðuna, eftir rökstuðningi fyrir ráðningunni. Var sá rökstuðningur sendur umsækjendum á dögunum. Í bréfi Óla Arnar til bæjarráðs kemur fram að honum þyki rökstuðningurinn heldur þunnur, sérstaklega þegar litið er til þeirra þátta sem fram komu í starfslýsingu og auglýsingu um starfið. Hann telur að þegar menntun Heiðrúnar sé metin sé ekki stuðst við sama einingakerfi og notað er hér á landi. Því sé menntun hennar talsvert minni en hans.

Nánar er fjallað um bréf Óla Arnar í Skessuhorni sem kom út í dag.
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is