Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. janúar. 2007 12:00

Vilja kaupa allar fáanlegar Zetor og Ursus dráttarvélar

Mörgum er í fersku minni þegar Rússar fyrir nokkrum árum síðan gerðu strandhögg í gömlum bílaflota Íslendinga og fluttu úr landi heilu skipsfarmana af bílum, marga af Lödugerð, en þó ýmsar fleiri tegundir einnig svo fremi sem hægt var að aka þeim að skipshlið. Nú er svipuð “landhreinsun” að fara af stað en að þessu sinni er safnað dráttarvélum. Pólverjar vilja nú kaupa gamlar vélar á Íslandi af gerðunum Zetor og Ursus. Þessi eðaltæki eru til í miklum mæli um sveitir landsins, í misjöfnu ásigkomulagi. Vafalaust verða margir bændur og aðrir dráttarvélaeigendur fegnir því að geta afsett þessi gömlu tæki fyrir einhvern pening. Í gær lentu Pólverjar hér á landi og fóru beint upp í Borgarfjörð til að festa kaup á dráttarvélum af þessum gerðum af borgfirskum bændum.  

 

Forsaga málsins er sú að fyrir nokkru voru Pólverjar á ferð í Reykjavík og sáu þar Zetor dráttarvél fyrir framan hús. Eigandinn var ekki heima, en þeir munu hafa haft uppi á númeri hans og falað gripinn. Í viðræðum kom í ljós að þeir vildu gjarnan kaupa fleiri vélar. Zetor-eigandinn, Guðmundur Bergsson, vildi gjarnan greiða götu þeirra, ræddi við menn í Vélabæ í Borgarfirði og þá fór boltinn að rúlla.

 

Að sögn Guðmundar búa þessir Pólverjar rétt við Zetor verksmiðjurnar úti í Póllandi. Þar geta þeir fengið varahluti fyrir lítið og gera því upp gamlar vélar sem þeir síðan selja til pólskra bænda. Guðmundur segir að gamli Zetorinn hans hafi nú verið gerður upp og kominn í vinnu á pólskum akri.  

 

Ef einhverjir hafa áhuga á að selja Pólverjunum gamlar dráttarvélar af áðurnefndum gerðum er reynandi að hafa samband við Boguslaw Raut í síma 0045-20494957. Pólverjarnir fóru norður á Akureyri í gær, miðvikudag og verða síðan  hjá Bíla- og vélasölunni Geisla í Borgarnesi á föstudag. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is