Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. janúar. 2007 11:57

Þjófar gripnir í bólinu í Svínadal

Fjórir innbrotsþjófar voru í bókstaflegri merkingu gripnir í bólinu í sumarbústað við Eyrarvatn í Svínadal um hádegisbil í gær. Komið var að þeim sofandi í bústaðnum sem þeir höfðu brotist inn í. Voru þeir með nokkuð af þýfi og fíkniefnum í fórum sínum er þeir voru handteknir. Frá þessu er greint á fréttavefnum mbl.is. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi var athugull lögreglumaður frá Selfossi, sem dvaldi í fríi sínu í Svínadal sem uppgötvaði um hádegisbil í gær að brotist hefði verið inn í bústað í hverfinu og að líklega væru þjófarnir enn á staðnum. Hann hafði strax samband við kollega sína og sendir voru lögreglubílar frá Akranesi og Borgarnesi á vettvang. “Þarna var skjótt og hárrétt brugðist við,” segir Theodór Þórðarson, yfirlögregluþjónn í Borgarnesi. Fólkið sem var handtekið er á aldrinum 18 til 32 ára og er grunað um að hafa verið á ferðinni á þessum slóðum áður og einnig í Árnessýslu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is